Fagleg vinnubrögð byggð á reynslu & þekkingu
Íslenskar fasteignir ehf. er fasteignaþróunarfélag sem sérhæfir sig í verkefnastjórnun og umsjón við þróun fasteigna. ÍF tekur að sér samkvæmt samningi við fasteignaeiganda að annast alla þætti framkvæmda og undirbúning að þeim, þ.m.t. skipulagsvinnu, hönnun, útboð verkþátta, fjármögnun og sölu. Jafnframt tekur ÍF að sér rekstur fasteigna, viðhald og eftirlit eftir þörfum fasteignaeiganda hverju sinni.
ÍF starfar í umboði eiganda fasteignar gegn fastri þóknun auk árangurstendri þóknun sem ákveðin er hverju sinni svo að saman fari hagsmunir ÍF og fasteignaeiganda um að hámarka arðsemi fasteignaeiganda að fjárfestingum sínum.
ÍF annast fjölmarga verkþætti á mismunandi stigum fasteignaverkefna:
- Greining viðskiptatækifæra
- Hagkvæmnis- og arðsemisgreining
- Gerð viðskiptaáætlana
- Samningagerð
- Fjármögnun
- Verkefnastjórnun og samskipti við arkitekta/opinber yfirvöld/byggingaraðila
- Byggingastjórn
- Stýriverktaka
- Innkaup
- Áætlanagerð (kostnaður og tími)
- Skýrslur um framvindu og sjóðstreymi á verktíma
- Rekstur eigna þar sem við á
- Markaðssetning/sala eigna